Tónlist

Hægari og drungalegri útgáfa af lagi Ásgeirs Trausta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ásgeir Trausti á tónleikum.
Ásgeir Trausti á tónleikum. vísir/getty
Tónlistarmaðurinn Dominic „Dot“ Major, sem er hvað þekktastur úr raftónlistartríóinu London Grammar, er búinn að endurhljóðblanda lag Ásgeirs Trausta, King and Cross, sem heitir á íslensku Leyndarmál.

Útgáfa Dot Major er talsvert hægari en sú upprunalega og drungalegri eins og heyra má hér fyrir neðan. 

Ásamt Dot í hljómsveitinni London Grammar eru Hannah Reid og Dan Rothman. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, If You Wait, á síðasta ári sem hefur vakið gríðarlega lukku. Tískurisinn Dior notaði til að mynda lag sveitarinnar, Hey Now (J'adore Dior Remix by The Shoes) í auglýsingaherferð fyrir ilminn J'Adore í síðasta mánuði en stjarna herferðarinnar er leikkonan Charlize Theron.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.