NSA rannsakar störf yfirmanns hjá stofnuninni fyrir einkafyrirtæki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. október 2014 23:45 Keith Alexander stjórnaði NSA í tæp átta ár. Vísir / AFP Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hefur hafið rannsókn á störfum yfirmanns tæknideildar stofnunarinnar vegna hlutastarfs hans hjá einkafyrirtæki sem fyrrverandi yfirmaður NSA, Keith Alexander, stofnaði. Málið þykir vekja upp spurningar um hversu skýrar línurnar eru á milli starfa stjórnvalda og einkafyrirtækja.Þróar hugbúnað fyrir bankaReuters fjallar um málið á vef sínum í kvöld og greinir frá því að samkvæmt samkomulagi við NSA sé tæknistjóranum, Patrick Dowd, heimilað að vinna allt að 20 klukkustundir á viku fyrir IronNet Cybersecurity Inc. Reuters hefur fengið staðfestingu á fyrirkomulaginu hjá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar. IronNet Cybersecurity vinnur að þróun hugbúnaðar til að verja tölvukerfi fyrir árásum. Lausnin er markaðssett fyrir fjármálastofnanir og önnur einkafyrirtæki.Starfshættir NSA hafa verið gagnrýndir harðlega í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden.Óljóst hvað hefur gerst „Ég vildi að Pat myndi halda áfram hjá NSA. Hann vildi vinna með okkur,“ sagði Alexander í samtali við Reuters um málið. Hann segir að stofnunin hafi samþykkt þetta fyrirkomulag og að vilji hafi verið til að halda Dowd í það minnsta í hlutastarfi hjá NSA vegna sérþekkingar hans. Alexander viðurkennir að fyrirkomulagið sé sérstakt. „Mér fannst bara að það væri rangt fyrir NSA og þjóðina að hann myndi hætta,“ segir hann. Í sameiningu hafa þeir Dowd lagt fram umsóknir um einkaleyfi á þeim tæknilausnum sem þeir þróuðu í sameiningu hjá NSA. Alexander segir þó fyrirtækið ekki vinna að þróun neins sem byggir á þeim einkaleyfum.Staðfestir rannsókn Ekki liggur fyrir hversu mikla vinnu – ef einhverja – Dowd hefur innt af hendi fyrir IronNet. Þá virðist samkomulagið vera í samræmi við lög. Talskona NSA hefur hinsvegar staðfest að málið sé til rannsóknar og að það sé tekið alvarlega. „Þetta mál er til skoðunar hjá stofnuninni. Þó að NSA geti ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna, þá tekur NSA siðareglum og reglugerðum alvarlega í öllum deildum þess,“ segir í yfirlýsingu Vanee Vines, fjölmiðlafulltrúa NSA, vegna fyrirspurna Reuters. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hefur hafið rannsókn á störfum yfirmanns tæknideildar stofnunarinnar vegna hlutastarfs hans hjá einkafyrirtæki sem fyrrverandi yfirmaður NSA, Keith Alexander, stofnaði. Málið þykir vekja upp spurningar um hversu skýrar línurnar eru á milli starfa stjórnvalda og einkafyrirtækja.Þróar hugbúnað fyrir bankaReuters fjallar um málið á vef sínum í kvöld og greinir frá því að samkvæmt samkomulagi við NSA sé tæknistjóranum, Patrick Dowd, heimilað að vinna allt að 20 klukkustundir á viku fyrir IronNet Cybersecurity Inc. Reuters hefur fengið staðfestingu á fyrirkomulaginu hjá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar. IronNet Cybersecurity vinnur að þróun hugbúnaðar til að verja tölvukerfi fyrir árásum. Lausnin er markaðssett fyrir fjármálastofnanir og önnur einkafyrirtæki.Starfshættir NSA hafa verið gagnrýndir harðlega í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden.Óljóst hvað hefur gerst „Ég vildi að Pat myndi halda áfram hjá NSA. Hann vildi vinna með okkur,“ sagði Alexander í samtali við Reuters um málið. Hann segir að stofnunin hafi samþykkt þetta fyrirkomulag og að vilji hafi verið til að halda Dowd í það minnsta í hlutastarfi hjá NSA vegna sérþekkingar hans. Alexander viðurkennir að fyrirkomulagið sé sérstakt. „Mér fannst bara að það væri rangt fyrir NSA og þjóðina að hann myndi hætta,“ segir hann. Í sameiningu hafa þeir Dowd lagt fram umsóknir um einkaleyfi á þeim tæknilausnum sem þeir þróuðu í sameiningu hjá NSA. Alexander segir þó fyrirtækið ekki vinna að þróun neins sem byggir á þeim einkaleyfum.Staðfestir rannsókn Ekki liggur fyrir hversu mikla vinnu – ef einhverja – Dowd hefur innt af hendi fyrir IronNet. Þá virðist samkomulagið vera í samræmi við lög. Talskona NSA hefur hinsvegar staðfest að málið sé til rannsóknar og að það sé tekið alvarlega. „Þetta mál er til skoðunar hjá stofnuninni. Þó að NSA geti ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna, þá tekur NSA siðareglum og reglugerðum alvarlega í öllum deildum þess,“ segir í yfirlýsingu Vanee Vines, fjölmiðlafulltrúa NSA, vegna fyrirspurna Reuters.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira