Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:30 Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira