Lífið

Selur gömul ástarbréf frá Katy Perry

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Katy Perry.
Katy Perry. vísir/getty
Æskuást söngkonunnar Katy Perry, Christopher Villar, ætlar að selja ástarbréfin sem Katy sendi honum þegar þau voru ung. Katy og Christopher kynntust í sumarbúðum fyrir börn í Oklahoma í Bandaríkjunum og hófu síðan bréfaskriftir sín á milli.

„Ég var sjúklega ástfanginn,“ segir Christopher í samtali við Life & Style.

„Ást okkar lifði í gegnum bréfin. Hvert þeirra var fjársjóður sem lifði í hjarta mínu,“ bætir hann við.

Hann ætlar að selja nokkur bréfanna hjá Julien's Auctions og er fyrsta boð átta hundruð dollarar, tæplega hundrað þúsund krónur.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af bréfunum sem Katy skrifaði til Christophers:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×