Enski boltinn

Koeman: Tek ekki við landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southmapton hefur farið vel af stað undir stjórn Koeman.
Southmapton hefur farið vel af stað undir stjórn Koeman. Vísir/Getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, segir að hann muni ekki taka við hollenska landsliðinu í fótbolta.

„Ég er stjóri Southampton. ég er ekki landsliðsþjálfari og verði ekki næsti landsliðsþjálfari,“ sagði Koeman í samtali við BBC. Illa hefur gengið hjá Hollandi síðan Guus Hiddink tók við af Louis van Gaal eftir HM, en hinn gamalreyndi Hiddink var valinn til starfins frekar en Koeman.

Ronald de Boer, fyrrverandi landsliðsmaður, gagnrýndi Hiddink eftir tap Hollands gegn Íslandi og sagði að Koeman ætti að taka við landsliðinu.

„De Boer sagði það sama þegar hollenska knattspyrnusambandið valdi Hiddink,“ sagði Koeman og bætti við:

„Hann sagði að það þyrfti yngri þjálfara, einhvern af nýju kynslóðinni. Við erum öll ósátt með gengi Hollands. Þetta verður erfitt eftir svona vonda byrjun. En auðvitað vil ég að landsliðinu gangi sem best, enda er ég Hollendingur.“

Holland er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016, en Hollendingar hafa tapað fyrir bæði Íslandi og Tékklandi sem eru bæði með fullt hús stiga í riðlinum.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Hannes einn þriggja markvarða með tandurhreint mark

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er einn þriggja markvarða sem hafa náð því að halda hreinu í fyrstu þremur leikjum sinna landsliða í undankeppni EM 2016.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Bronsliði HM pakkað saman í kuldanum

Ísland vann eitt sitt stærsta afrek frá upphafi er liðið vann stórbrotinn 2-0 sigur á ógnarsterku liði Hollands á Laugardalsvelli í gær.

Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi

Lars og Heimir stilla upp sama liðinu þriðja leikinn í röð þegar Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.

De Boer: Hiddink er búinn á því

Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands.

Van Persie stendur með Hiddink

Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda.

Pínlegt og til skammar

Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×