Tugir manna við að missa vinnuna hjá Primera Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 19:36 Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira