Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Tómas Jónsson skrifar 16. október 2014 16:14 Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun