Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Tómas Jónsson skrifar 16. október 2014 16:14 Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun