Fótbolti

Sara og Marta lögðu upp mörkin er Rosengård fór örugglega áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði Rosengård.
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði Rosengård. vísir/valli
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård komust auðveldlega áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Rosengård vann rússneska liðið Ryazan-VDV, 2-0, á heimavelli í sínum í kvöld, en fyrri leikinn vann sænska liðið, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-1.

Sara Björk lagði upp fyrra mark leiksins fyrir hina þýsku ÖnjuMittag á 20. mínútu, og brasilíska ofurstjarnan Marta lagði upp það síðara, aftur fyrir Mittag, fimmtán mínútum síðar.

Rosengård er nú þegar orðið sænskur meistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum, en það gerir sér nú vonir um að komast mjög langt í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×