Lífið

Ný auglýsing hvetur fólk til að krydda kynlífið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Listamaðurinn Matus the First hefur tekið höndum saman við Metropolitan Film Institute og búið til auglýsingu til að auglýsa kynlíf. Ekki er vitað til þess að þetta hafi verið gert áður.

Í auglýsingunni, sem fylgir fréttinni, er blýantur og yddari notaður til að tákna kynfæri karla og kvenna. Auglýsingin hvetur fólk til að krydda kynlífið þegar það verður litlaust og hversdagslegt.

„Það er nauðsynlegt að breyta einhverju þegar kynlíf verður að vana. Þess vegna er þetta ekki auglýsing fyrir vöru því það er ekki hægt að kaupa lausn á öllu,“ segir Matus í samtali við Mirror.

„Mér fannst í sumum tilvikum nauðsynlegt fyrir fólk að breyta hugarfarinu og er þessi auglýsing ekki aðeins um kynlíf heldur einnig um hugsunarhátt,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×