Lífið

„Það er dálítið algengt að konur séu eitthvað feimnar með píkuna sína“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/arnþór
Hjúkrunarfræðingurinn Ragnheiður Eiríksdóttir, eða Ragga Eiríks eins og hún er oft kölluð, heimsótti morgunþátt FM957 í morgun og talaði um munngælur.

„Ef fólk er saman í rúminu er alltaf gott að, hvað á maður að segja, gera á móti,“ sagði Ragga og bætti við að kynlíf væri yfirleitt spil á milli að minnsta kosti tveggja.

„Það er stress fyrir þá sem vilja sjúga typpi. Það er aldrei hægt að vita hvað gaurnum finnst gott. Það er rosalega misjafnt hvað þeim finnst gott,“ sagði Ragga þegar hún talaði um munngælur fyrir karla. Varðandi konur að þiggja munngælur sagði hún þær stundum vera feimnar.

„Konur er stundum svolítið skrýtnar hvað varðar munngælur. Það er vonandi á undanhaldi með auknu kynferðislegu sjálfstrausti meðal kvenna,“ sagði Ragga.

„Það er dálítið algengt að konur séu eitthvað feimnar með píkuna sína. Haldi að hún lykti illa eða sé ljót eða eitthvað svoleiðis,“ bætti hún við og benti bæði körlum og konum á að það væri fínt að fara í sturtu áður en munngælur eiga sér stað.

Pælingar Röggu um tott má finna hér en hér talar Ragga um munngælur fyrir konur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×