Fótbolti

Bróðir forsætisráðherra Albaníu handtekinn vegna drónans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Áhorfandi hleypur af velli með drónann í eftirdragi.
Áhorfandi hleypur af velli með drónann í eftirdragi. Vísir/AFP
Serbneska sjónvarpsstöðin RTS fullyrðir að Olsi Rama, bróðir forsætisráðherra Albaníu, hafi verið handtekinn fyrir að stýra drónanum sem olli miklu uppnámi á leik liðsins gegn Serbíu í Belgrad í gær.

Leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM 2016 var hætt í gær eftir að ómönnuðu flugfari með albanska fánanum í eftirdragi var flogið yfir leikvanginn. Allt trylltist þegar leikmenn serbneska liðsins tóku fánann niður líkt og sjá má hér fyrir ofan.

„Það er miður að knattspyrnan hafi verið í aukahlutverki í kvöld,“ sagði Branislav Ivanovic, fyrirliði Serbíu, eftir að dómarinn Martin Atkinson blés leikinn af.

Þetta var í fyrsta sinn sem landslið Albaníu lék í Belgrad síðan 1967 og var búist við því fyrir leik að soðið gæti upp úr.

„Við skiljum ekki hvað gerðist. Það eina sem ég get sagt fyrir hönd míns liðs er að við vildum halda áfram og að við reyndum að verja leikmenn Albaníu á leið okkar inn í búningsklefa [fyrir áhorfendum].“

„Leikmenn Albaníu sögðu að þeir væru ófærir, bæði líkamlega og andlega, um að halda áfram að spila.“

Lorik Cana, fyrirliði Albaníu, ítrekaði það í samtali við fjölmiðla. „Ég varð vitni að því þegar ráðist var á mína leikmenn. Meira að segja starfsmenn slógu til þeirra. Við vorum ekki í neinu standi til að halda áfram.“

Samskipti þjóðanna hafa verið slæm í gegnum tíðina og bauluðu áhorfendur mikið á meðan þjóðsöngur Albaníu var spilaður.

Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×