Dótadagur strákanna Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 14:14 Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent
Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent