Lífið

Mætti með lifandi hrafn á Te & Kaffi í morgunsárið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Þetta var bara mjög basic þriðjudagur,“ segir frasakóngurinn og Yslandsstjórinn Jón Gunnar Geirdal hlæjandi. Hann hitti töframanninn Einar Mikael á kaffihúsinu Te & Kaffi í Borgartúni í morgun og hafði töframaðurinn hrafninn Krumma með í för.

„Það var mjög skemmtilegt að vera með lifandi hrafn á öxlinni og gefa honum beikon. Hann skóflaði því í sig á hálfri sekúndu,“ bætir Jón Gunnar við. Hann segir hrafninn hafa vakið mikla athygli meðal gesta kaffihússins.

„Fólk var mjög forvitið. Þetta var skemmtileg byrjun á deginum.“

Jón Gunnar segist ekki hafa verið smeykur við hrafninn enda mikill hrafnamaður.

„Ég er með hrafnaþingið flúrað á handlegginn og fékk uppstoppaðan hrafn í afmælisgjöf frá systrum mínum um daginn. Þetta var algjörlega magnaður morgun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×