Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:57 Hannes Þór fagnar eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marinó „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
„Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn