Lífið

Hökkuðu sig inná Facebook-síðu látins drengs

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þegar hjónin Dan og Jenna Haley komust að því að ófætt barn þeirra væri með sjaldgæfan fæðingargalla ákváðu þau að gefa því ógleymanlegar minningar áður en það fæddist.

Þau gerðu lista yfir ýmislegt skemmtilegt sem þau vildu sýna barninu, sem hlaut nafnið Shane, og ferðuðust vítt og breitt um Bandaríkin á meðan Jenna var ófrísk.

Dan og Jenna stofnuðu Facebook-síðu, Prayers for Shane, til að deila þessari reynslu sinni en rúmlega níu hundruð þúsund manns hafa líkað við síðuna.

Shane lést síðasta fimmtudag og þá breyttist síðan í minningarsíðu um hann en hann lifði aðeins í nokkrar klukkustundir á þessari jörðu. En á laugardagsmorgun lentu hjónin í því óskemmtilega atviki að óprúttnir aðilar hökkuðu sig inná síðuna og birtu dónalegar myndir í þeirra nafni.

Sem betur fer náðu Dan og Jenna stjórninni á síðunni aftur og hafa nú eytt dónalegu myndunum út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×