Lífið

"Ég lofa að ég sé þig aftur og næst máttu kalla mig mömmu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Ónefnd kona, sem undirbýr sig nú fyrir að fara í fóstureyðingu næsta föstudag, ákvað að skrifa kveðjubréf til fóstursins og birtir það á Reddit. 

„Ég finn fyrir þér þarna inni. Ég er með helmingi meiri matarlyst og helmingi minni orku. Ég er miður mín yfir því að finna ekki fyrir þeirri hrifningu sem ég á að finna fyrir,“ skrifar konan.

„Ég er leið yfir því að þetta sé kveðjustund. Ég er leið fyrir því að við hittumst aldrei. Þú gætir verið með augu föður þíns og nefið mitt og við gætum skapað okkar eigin hefðir, verið fjölskylda. En litla fóstur, við hittumst aftur. Ég lofa að í næsta sinn sem ég sé þennan litla, bláa plús, næsta sinn sem þú verður í sama raunveruleika og ég, að ég verði tilbúin fyrir þig,“ bætir hún við. Hún segir það ekki vera sanngjarnt af sér að fæða barn í þennan heim.

„Ég vil að þú sért hamingjusöm/samur. Ég vil það besta fyrir þig í framtíðinni frekar en góða hluti fyrir mig. Það er ástæðan fyrir því að ég get ekki verið móðir þín núna. Ég er enn að þroskast. Það væri ekki sanngjarnt að fæða nýtt líf í þennan heim þar sem ég er enn ofsótt af draugum úr því lífi sem ég hef lifað. Ég vil að þú fáir alla þá hluti sem ég fékk ekki þegar ég var barn. Ég vil að þú verðir betri en ég var og stórkostlegri en ég gæti orðið.“

Hún endar bréfið á afar tilfinningaríkan hátt.

„Ég elska þig, litla fóstur, og ég vildi að aðstæður væru öðruvísi. Ég lofa að ég sé þig aftur og næst máttu kalla mig mömmu.“

Upprunalega bréfið má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×