Guðmundur ekki áfram með Breiðablik | Arnar Grétars tekur við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2014 15:23 Vísir/Daníel Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56