Fótbolti

Hollendingar mála miðbæ Reykjavíkur appelsínugulan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrír eldhressir stilltu sér upp með einn kaldan fyrir ljósmyndara Vísis.
Þrír eldhressir stilltu sér upp með einn kaldan fyrir ljósmyndara Vísis. Vísir/Vilhelm
Stuðningsmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Reykjavíkur til að styðja við bakið á liði sínu sem mætir karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 en fjölmargir stuðningsmenn, klæddir appelsínugulum fatnaði, voru mættir á öldurhús í miðbænum í dag að hita upp. Reikna má með því að þeir láti vel í sér heyra í kvöld.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, hitti fyrir eldhressa hollenska stuðningsmenn á English Pub um tvöleytið í dag.

Leikur Íslands og Hollands er í 3. umferð undankeppni EM 2016. Ísland er á toppi riðilsins með sex stig að loknum tveimur leikjum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og verður svo gerður upp í þættinum Leiðin til Frakklands á Stöð 2 Sport klukkan 20:45.

Þessi brosti út að eyrum í sólinni við Austurvöll.Vísir/Vilhelm
Þessir höfðingjar voru komnir með trefla í tilefni leiksins.Vísir/Vilhelm
Appelsínugulir fánar voru hengdir upp í bænum.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Gylfi: Meiri fagmennska hjá KSÍ

Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með þær breytingar sem hafa orðið á íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Kolbeinn: Hef fengið nokkur SMS

Segir að hollenska liðið hljóti að bera virðingu fyrir því íslenska fyrir leikinn í kvöld.

Gylfi í hoppæfingum á Hilton

Þorgrímur Þráinsson segir að útlitið með Gylfa Þór Sigurðsson fyrir leikinn í kvöld sé gott.

Ragnar: Engin hræðsla hjá okkur

Ragnar Sigurðsson reiknar með því að fá meira að gera í kvöld en í síðustu landsleikjum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×