Sport

Stúkan komin upp í Frjálsíþróttahöllinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stúkan er komin upp og lítur vel út.
Stúkan er komin upp og lítur vel út. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Evrópumótið í hópfimleikum hefst á miðvikudaginn og stendur til laugardags. Mótið verður haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem búið er að breyta í fimleikahöll.

Búið er að setja upp áhorfendastúku sem tekur 4000 manns í sæti, en stúkan kom frá Bretlandi, frá sama fyrirtæki og sá um færanlegar stúkur á Ólympíuleikunum í London 2012 og Ryder-bikarnum í ár.

Það tók fjóra daga að koma stúkunni upp, en átta manns fylgdu henni frá Bretlandi. Þeir nutu aðstoðar starfsmanna Löndunar ehf. við uppsetninguna.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá uppsetningu stúkunnar.


Tengdar fréttir

Frjálsíþróttahöllin að breytast í fimleikahöll - myndir

Evrópumótið í hópfimleikum fer fram á Íslandi í næstu viku en mótið hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan á laugardaginn. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem er nú kominn í sparibúninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×