Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og félagar í erfiðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, önnur frá hægri, á æfingu með íslenska landsliðinu.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, önnur frá hægri, á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar í Grand Bodo eru komnar í ansi erfiða stöðu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Trondheim Örn.

Leiknum lauk með 3-1 tapi Grand Bodo og situr því liðið á botninum með sjö stig. Tveir leikir eru eftir af mótinu og liðið sem endar í síðasta sæti fellur niður um deild, en það lið sem endar í því næst neðsta fer í umspil við næst efsta liðið í fyrstu deild.

Gunnhildur og félagar mæta liðinu sem er í næst síðasta sæti efstu deildar, Amazon Grimstad, í næstu viku og þar er um að ræða ansi mikilvægan leik.

Jón Páll Pálmason og lærimeyjar hans í Klepp unnu 4-1 sigur á Medikila í sömu deild. Klepp siglir lygnan sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×