Enski boltinn

Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hodgson einbeittur.
Hodgson einbeittur. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu.

Liverpool-menn vilja að Sterling verði hvíldur gegn Eistlandi á sunnudag vegna mikils álags undanfarið. Hodgson er ekki á sama máli.

„Þegar hann er ekki nógu áræðinn, ekki að gera eins vel og hann betur og að reyna of mikið, þá er tímapunktur þar sem við þurfum að hugsa um að gefa honum hvíld," sagði Hodgson.

Hodgson hefur fengið mikla gagnrýni eftir að Daniel Sturridge, framherji Liverpool, meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sendi honum meðal annars tóninn.

„Þetta er ekki vandamál á þessum tímapunkti og ég held að Liverpool þurfi ekkert að óttast."

„Í fyrri hálfleiknum gegn San Marinó var hann eins líflegur og hægt er að vera í fyrri hálfleik. Í hálfelik sagði ég við hann og Henderson að ég ætlaði að taka þá tvo útaf og þeir litu á mig og sögðu: Ekki gera það, við viljum vera áfram inná. Það er gott viðhorf," sagði Hodgson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×