Fótbolti

Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Það gerði hann í 3-0 sigri á Íslandi í kvöld en Aron Einar lagði upp mark Gylfa Þórs Sigurðssonar þar að auki.

„Maður vill alltaf skora en mestu skiptir er að við unnum leikinn,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson um sitt fyrsta mark fyrir Íslands hönd en það kom í 3-0 sigri þess á Skonto-leikvangnum í gær.

„Ég er virkilega sáttur með að hafa fengið þrjú stig en það þurfti mikla þolinmæði til þess. Við ætlum þó að halda okkur á jörðinni enda erfiður leikur fram undan gegn Hollandi á mánudag.“

„Þeir ætluðu bara að halda núllinu og reyna að sækja hratt þegar þeir gátu. En við getum verið sáttir við okkar spilamennsku í dag. Það gekk í raun allt upp hjá okkur og við getum verið sáttir við þessa niðurstöðu.“

Hann segir að hann hafi fengið olnbogaskot frá Artjoms Rudnevs þegar sá lettneski fékk að líta síðara gula spjaldið sitt í leiknum. „Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að hann hafi verið á gulu spjaldi,“ sagði Aron Einar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×