„Spítali verður ekki rekinn án lækna“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. október 2014 18:43 Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna, sem samþykktu verfallsboðun með miklum meirihluta í vikunni. „Atburðir eins og þessir valda á allan hátt auknu álagi á spítalann. Þetta er mjög slæm staða að vera í“, segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Verkfallsréttur lækna er takmarkaður en lögum samkvæmt verður veikustu sjúklingunum tryggð nauðsynleg þjónusta. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands verða aldrei samtímis í verkfalli, en um er að ræða fimm fjögurra daga verkfallslotur á tveggja vikra fresti frá og með 27 október. Sama fyrirkomulag verður á verkfallslotum félagsmanna í skurðlæknafélaginu, en þær verða þrjár frá og með fjórða nóvember. Það er því ljóst að verkföllin munu skarast, en Ólafur segir stjórn Landspítalans þegar hafa hafið vinnu við gerð viðbragsðáætlunar með tilliti til öryggismála vegna þessa. „Við erum að byrja þennan undirbúning, en það kostar mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að stilla þetta allt saman. Það er alveg ljóst að spítali verður ekki rekinn án lækna,“ segir Ólafur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. „Ég tel að við eigum, og hef talað fyrir því, að vera samkeppnisfær á sviði heilbrigðisvísinda og starfsmannahaldi á við önnur Norðurlönd. Raunar er það inni í stjórnarsáttmálanum okkar og ég tel það sameiginlegt verkefni okkar Íslendinga að búa svo um hnútana að þannig sé,“ segir Kristján. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna, sem samþykktu verfallsboðun með miklum meirihluta í vikunni. „Atburðir eins og þessir valda á allan hátt auknu álagi á spítalann. Þetta er mjög slæm staða að vera í“, segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Verkfallsréttur lækna er takmarkaður en lögum samkvæmt verður veikustu sjúklingunum tryggð nauðsynleg þjónusta. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands verða aldrei samtímis í verkfalli, en um er að ræða fimm fjögurra daga verkfallslotur á tveggja vikra fresti frá og með 27 október. Sama fyrirkomulag verður á verkfallslotum félagsmanna í skurðlæknafélaginu, en þær verða þrjár frá og með fjórða nóvember. Það er því ljóst að verkföllin munu skarast, en Ólafur segir stjórn Landspítalans þegar hafa hafið vinnu við gerð viðbragsðáætlunar með tilliti til öryggismála vegna þessa. „Við erum að byrja þennan undirbúning, en það kostar mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að stilla þetta allt saman. Það er alveg ljóst að spítali verður ekki rekinn án lækna,“ segir Ólafur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. „Ég tel að við eigum, og hef talað fyrir því, að vera samkeppnisfær á sviði heilbrigðisvísinda og starfsmannahaldi á við önnur Norðurlönd. Raunar er það inni í stjórnarsáttmálanum okkar og ég tel það sameiginlegt verkefni okkar Íslendinga að búa svo um hnútana að þannig sé,“ segir Kristján.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira