Sport

Hrafnhildur flaug heim frá Bandaríkjunum til að hjá SH í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Vilhelm
Bikarkeppni Sundsambands Íslands 2014 fer fram í Laugardalslaug á kvöld og á morgun en keppt er í tveimur deildum.

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir kemur sérstaklega heim frá Bandaríkjunum til þess að hjálpa SH-ingum á mótinu en hún æfir og keppir þar ytra samhliða háskólanámi.

Keppt er í tveimur deildum en í fyrstu deild synda bæði í karla- og kvennaflokki Sundfélag Hafnarfjarðar, UMSK, Sunddeild Akraness og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar.

Í annarri deild synda Sundfélagið Óðinn, Sunddeild Ránar, B lið ÍRB og Reykjavíkurliðin Ægir, KR, Fjölnir og Ármann sem synda undir sama hatti að þessu sinni sem Íþróttabandalag Reykjavíkur.

Bikarkeppnin er sérstakt mót að því leiti að hún er stigakeppni félaga og ekki er birtur keppendalisti fyrir mótið.

Einungis yfirdómarar og tæknimenn fá afrit af mótskrá fyrir hvern hluta og því mikið um að hugsa í uppsetningu liða. Hver sundmaður má einungis synda þrjár greinar og hvert félag má skila tveimur keppendum í hverja grein. Stig eru veitt eftir sérstakri stigatöflu FINA, Alþjóðasundsambandsins. Keppni í annarri deildinni hefst kl. 16:30 og þeirri fyrst strax á eftir kl. 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×