Lífið

„Strákurinn sem þú kýldir á ganginum í dag framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum mínútum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Ofurfyrirsætan Cara Delevingne birti áhrifarík skilaboð á Instagram-síðu sinni í gær. Með þeim hvetur hún fólk til að berjast gegn einelti.

„Strákurinn sem þú kýldir á ganginum í dag framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum mínútum. Stelpan sem þú kallaðir druslu í bekknum í dag er hrein mey. Gaurinn sem þú sagðir að væri glataður þarf að vinna á hverju kvöldi til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Stelpan sem þú hrintir um daginn er misnotuð heima hjá sér. Stelpan sem þú kallaðir feita er að svelta sjálfa sig. Gamli maðurinn sem þú gerðir grín að út af því að hann er með ljót ör barðist fyrir þjóð okkar. Strákurinn sem þú gerðir grín að því hann var grátandi er að missa móður sína,“ stendur í skilaboðunum.

„Þú heldur að þú þekkir þau. Gettu nú. Þú þekkir þau ekki! Endurbirtið þetta ef þið eruð á móti einelti. Ég er viss um að 99% ykkar gera það ekki en endurbirtu þetta ef þú ert hluti af þessu 1%,“ enda skilaboðin á.

Skilaboðin hafa vakið mikla athygli og nú hafa rúmlega tvö hundruð þúsund manns líkað við þau á síðu fyrirsætunnar.

Chargement

STOP BULLYING NOW #regram

Afficher sur Instagram






Fleiri fréttir

Sjá meira


×