Lífið

Sagaði Vigdísi Hauks í sundur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Töfrakonan Viktoría, Vigdís og Einar Mikael.
Töfrakonan Viktoría, Vigdís og Einar Mikael. mynd/úr einkasafni
„Þeir spurðu mig hvort ég gæti ekki skorið einhvern í sundur og korteri seinna fengum við þá brjáluðu hugmynd að saga Vigdísi Hauks í sundur. Við vildum skera aðeins af henni því hún er alltaf að skera allt niður. Hugmyndin var að hún fengi að kynnast alvöru niðurskurði,“ segir töframaðurinn Einar Mikael sem stýrir þáttunum Töfrahetjurnar á Stöð 2.

Hann sagaði Alþingiskonuna Vigdísi Hauksdóttur í sundur í Hraðfréttaþætti kvöldsins á RÚV og skemmti sér konunglega þegar atriðið var tekið upp fyrr í vikunni.

„Það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. Þetta var mjög fyndið og hún stóð sig þokkalega vel. Það gekk reyndar brösuglega að koma blöðunum í gegn en það gekk á endanum,“ segir töframaðurinn. Aðspurður hvort þetta sé undarlegasta bón sem hann hafi fengið á ferlinum segir hann svo vera.

„Þetta var eiginlega of fyndið til að segja nei við þessu. Þetta er fyndnasti niðurskurður sem ég hef tekið þátt í.“


Tengdar fréttir

Töfrandi og góð

Eyrún Anna Tryggvadóttir á sér tvö andlit. Annað sýnir góðhjartaðan viðskiptafræðing úr Árbænum en hitt rammgöldrótta og gullslegna töfrakonu.

Krumma elskar egg og beikon

Hrafninn Krumma hefur undanfarna mánuði verið í reglulegum æfingum hjá töframanni og kann nú að sveifla töfrasprota, draga spil og segja nokkur orð. Best finnst henni þó að borða egg og beikon.

Töfradúfan hræddi bíógesti

Gestum Bíóhallarinnar á Akranesi brá í brún í sumar þegar dúfa flaug á sviðið í miðri hryllingsmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×