Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2014 08:38 Vísir/AFP Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira