Segir kokteilsósuna alíslenska Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2014 13:56 Kokteilsósa. V'isir/Daníel „Já, hún er alíslensk. Það var Maggi í Ask sem fann þetta upp,“ sagði Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður um tilkomu kokteilsósunnar segir Úlfar aðMagnús Björnsson í Aski á Suðurlandsbraut hafi verið ansi frjór og skemmtilegur. „Uppátækjasamur með afbrigðum. Skemmtilegur í glasi, þannig að hann hefur fengið hugdettu og framkvæmt. Hann var ekkert að hika við hlutina.“Var þetta ekki tómatsósublandið?„Jú, þetta var Vals tómatsósan,“ segir Úlfar. „Hún var aðeins sæt. Ég held að það hafi nú aldrei verið neinn tómatur í henni, bara eplamauk og svoleiðis.“ Úlfar segir að upphaflega kokteilsósan hafi því verið Vals tómatsósa og majónes. „Svo kryddaði hann þetta með sinnepi og pínulítið „Worchester“ til að ná sætubragðinu af.“Þetta er séríslenskt segir þú. En hafa menn ekkert verið að ljósrita þetta annars staðar?„Jú, jú, hún er farin að sjást víða,“ segir Úlfar. „Hún kom svo fljótlega í formi salatdressingar eins og Thousand Island. Þar kemur hún fram. Þetta er maður farinn að sjá á spænskum veitingastöðum. Þetta hefur verið á skandínavískum stöðum líka þar sem íslenskir kokkar eru að vinna á þessum stöðum.“ Úlfar ræddi einnig um innkomu hamborarans á íslenskan markað. „Hann kemur með bandaríska hernum. Fyrsti íslenski staðurinn sem kemur með hamborgara var Steingrímur Hermannsson sem opnaði stað í Austurstræti þegar hann kom úr námi í Bandaríkjunum.“ Hlusta má á allt innslagið að ofan. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
„Já, hún er alíslensk. Það var Maggi í Ask sem fann þetta upp,“ sagði Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður um tilkomu kokteilsósunnar segir Úlfar aðMagnús Björnsson í Aski á Suðurlandsbraut hafi verið ansi frjór og skemmtilegur. „Uppátækjasamur með afbrigðum. Skemmtilegur í glasi, þannig að hann hefur fengið hugdettu og framkvæmt. Hann var ekkert að hika við hlutina.“Var þetta ekki tómatsósublandið?„Jú, þetta var Vals tómatsósan,“ segir Úlfar. „Hún var aðeins sæt. Ég held að það hafi nú aldrei verið neinn tómatur í henni, bara eplamauk og svoleiðis.“ Úlfar segir að upphaflega kokteilsósan hafi því verið Vals tómatsósa og majónes. „Svo kryddaði hann þetta með sinnepi og pínulítið „Worchester“ til að ná sætubragðinu af.“Þetta er séríslenskt segir þú. En hafa menn ekkert verið að ljósrita þetta annars staðar?„Jú, jú, hún er farin að sjást víða,“ segir Úlfar. „Hún kom svo fljótlega í formi salatdressingar eins og Thousand Island. Þar kemur hún fram. Þetta er maður farinn að sjá á spænskum veitingastöðum. Þetta hefur verið á skandínavískum stöðum líka þar sem íslenskir kokkar eru að vinna á þessum stöðum.“ Úlfar ræddi einnig um innkomu hamborarans á íslenskan markað. „Hann kemur með bandaríska hernum. Fyrsti íslenski staðurinn sem kemur með hamborgara var Steingrímur Hermannsson sem opnaði stað í Austurstræti þegar hann kom úr námi í Bandaríkjunum.“ Hlusta má á allt innslagið að ofan.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira