Að staldra við Kári Finnsson skrifar 29. október 2014 09:02 Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun