Arnór: Á betri stað nú en fyrir ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 13:30 Arnór Atlason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, nýtur sín þessa stundina með Saint-Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki alltaf svo. „Staðan á liðinu er betri nú en fyrir ári síðan. Það voru þjálfaraskipti í sumar og við fórum ágætlega í gegnum þau,“ útskýrir Arnór sem verður í eldlínunni í kvöld er Ísland mætir Ísrael í undankeppni EM 2016. Arnór er á sínu öðru ári í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta ár líður honum vel nú. „Ég er með stærra hlutverk en ég var með í fyrra og ég var auðvitað ekki sáttur þá. En ég hef tekið meiri ábyrgð í ár og það hefur gengið vel. Ég er á betri stað nú en fyrir ári síðan,“ segir hann.Vísir„Við erum í fimmta sæti núna og teljum okkur vera með lið sem getur verið í hópi 4-5 efstu liðanna. Við erum því á pari núna og líður vel, þó svo að við viljum auðvitað meira.“ Franska úrvalsdeildin hefur verið að styrkjast með hverju árinu og Arnór segir að þó svo að liðin séu nokkuð frá þeim allra bestu í Þýskalandi séu öll liðin í Frakklandi sterk og enginn auðveldur andstæðingur í deildinni. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað og mun aldrei gera. Það var það eina rétta í stöðunni á þeim tímapunkti þegar ég þurfti að taka ákvörðun um mína framtíð. Okkur í fjölskyldunni líður þess fyrir utan mjög vel í Frakklandi.“Strákarnir niðurlútir eftir tapið gegn Bosníu í júní.VísirArnór var eins og aðrir landsliðsmenn svekktur eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 í sumar. Strákarnir vilja bæta fyrir það með því að komast á EM í Póllandi en sú vegferð hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. „Það er eldmóður í okkur og það er gott að finna fyrir því. Við verðum að nýta það sem gerðist í sumar og gera eitthvað gott úr því - þetta var spark í rassinn. Það finn ég þegar ég ræði við leikmenn og þjálfara.“ „Það verður fyrst högg fyrir okkur ef við missum af öðru stórmóti. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast til Póllands en það verður alls ekki sjálfgefið að komast þangað.“ „Við erum í erfiðum riðli og þurfum að standa okkur vel. En við vitum að þessi vika er mikilvæg og ef við vinnum fyrstu tvo leikina erum við með þetta í okkar eigin höndum.“ Ísland mætir svo Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Arnór Atlason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, nýtur sín þessa stundina með Saint-Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki alltaf svo. „Staðan á liðinu er betri nú en fyrir ári síðan. Það voru þjálfaraskipti í sumar og við fórum ágætlega í gegnum þau,“ útskýrir Arnór sem verður í eldlínunni í kvöld er Ísland mætir Ísrael í undankeppni EM 2016. Arnór er á sínu öðru ári í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta ár líður honum vel nú. „Ég er með stærra hlutverk en ég var með í fyrra og ég var auðvitað ekki sáttur þá. En ég hef tekið meiri ábyrgð í ár og það hefur gengið vel. Ég er á betri stað nú en fyrir ári síðan,“ segir hann.Vísir„Við erum í fimmta sæti núna og teljum okkur vera með lið sem getur verið í hópi 4-5 efstu liðanna. Við erum því á pari núna og líður vel, þó svo að við viljum auðvitað meira.“ Franska úrvalsdeildin hefur verið að styrkjast með hverju árinu og Arnór segir að þó svo að liðin séu nokkuð frá þeim allra bestu í Þýskalandi séu öll liðin í Frakklandi sterk og enginn auðveldur andstæðingur í deildinni. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað og mun aldrei gera. Það var það eina rétta í stöðunni á þeim tímapunkti þegar ég þurfti að taka ákvörðun um mína framtíð. Okkur í fjölskyldunni líður þess fyrir utan mjög vel í Frakklandi.“Strákarnir niðurlútir eftir tapið gegn Bosníu í júní.VísirArnór var eins og aðrir landsliðsmenn svekktur eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 í sumar. Strákarnir vilja bæta fyrir það með því að komast á EM í Póllandi en sú vegferð hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. „Það er eldmóður í okkur og það er gott að finna fyrir því. Við verðum að nýta það sem gerðist í sumar og gera eitthvað gott úr því - þetta var spark í rassinn. Það finn ég þegar ég ræði við leikmenn og þjálfara.“ „Það verður fyrst högg fyrir okkur ef við missum af öðru stórmóti. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast til Póllands en það verður alls ekki sjálfgefið að komast þangað.“ „Við erum í erfiðum riðli og þurfum að standa okkur vel. En við vitum að þessi vika er mikilvæg og ef við vinnum fyrstu tvo leikina erum við með þetta í okkar eigin höndum.“ Ísland mætir svo Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15