Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2014 17:15 Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, ánægður með ráðninguna á Bjarna og Guðmundi í dag. vísir/vilhelm Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi leikmaður KR og atvinnumaður í fótbolta, var í dag formlega ráðinn þjálfari Vesturbæjarliðsins og stýrir hann því í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann var kynntur á blaðamannafundi í KR-heimilinu í dag, en Bjarni skrifaði undir þriggja ára samning. Bjarni tekur við starfinu af Rúnari Kristinssyni sem þjálfaði KR frá miðju ári 2010 og út tímabilið í sumar. Hann lét af störfum í síðustu viku og tekur væntanlega við norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström í næsta mánuði. Bjarni lagði skóna á hilluna í fyrra og reyndi í fyrsta skipti fyrir sér sem þjálfari í sumar þegar hann féll með lið Fram. Hann lét af störfum skömmu eftir að tímabilinu lauk.Guðmundur Benediktsson var ráðinn aðstoðarþjálfari KR, en hann var jafnframt kynntur til leiks á blaðamannafundinum í dag. Bæði Bjarni og Guðmundur eiga farsæla ferla að baki sem leikmenn KR. Bjarni varð Íslandsmeistari 2011 og 2013 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Guðmundur lék í tvígang með KR, en hann varð fyrst Íslandsmeistari með félaginu árið 1999 og aftur árið 2000. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn aftur með KR 2002 og var svo aðstoðarþjálfari Willums Þórs Þórssonar árið eftir þegar KR vann fjórða titilinn á fimm árum. Guðmundur hætti að spila með KR árið 2009 og stýrði Selfossi í efstu deild árið eftir. Hann þjálfaði Breiðablik í sumar eftir að vera aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar til tveggja ára. KR hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í ár en varð bikarmeistari í þriðja sinn undir stjórn Rúnars Kristinssonar.Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi leikmaður KR, hefur einnig verið ráðinn þjálfari 2. flokks og mun hann koma að starfi meistaraflokks. Halldór Árnason verður honum til aðstoðar og enn fremur yfirþjálfari yngri flokka.256 - Bjarni og Guðmundur eiga að baki samtals 256 leiki & 52 mörk (A-deild), 5 Íslandsmeistaratitla og 5 bikarmeistaratitla með KR. Legend.— KR Tölfræði (@KRstats) October 28, 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi leikmaður KR og atvinnumaður í fótbolta, var í dag formlega ráðinn þjálfari Vesturbæjarliðsins og stýrir hann því í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann var kynntur á blaðamannafundi í KR-heimilinu í dag, en Bjarni skrifaði undir þriggja ára samning. Bjarni tekur við starfinu af Rúnari Kristinssyni sem þjálfaði KR frá miðju ári 2010 og út tímabilið í sumar. Hann lét af störfum í síðustu viku og tekur væntanlega við norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström í næsta mánuði. Bjarni lagði skóna á hilluna í fyrra og reyndi í fyrsta skipti fyrir sér sem þjálfari í sumar þegar hann féll með lið Fram. Hann lét af störfum skömmu eftir að tímabilinu lauk.Guðmundur Benediktsson var ráðinn aðstoðarþjálfari KR, en hann var jafnframt kynntur til leiks á blaðamannafundinum í dag. Bæði Bjarni og Guðmundur eiga farsæla ferla að baki sem leikmenn KR. Bjarni varð Íslandsmeistari 2011 og 2013 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Guðmundur lék í tvígang með KR, en hann varð fyrst Íslandsmeistari með félaginu árið 1999 og aftur árið 2000. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn aftur með KR 2002 og var svo aðstoðarþjálfari Willums Þórs Þórssonar árið eftir þegar KR vann fjórða titilinn á fimm árum. Guðmundur hætti að spila með KR árið 2009 og stýrði Selfossi í efstu deild árið eftir. Hann þjálfaði Breiðablik í sumar eftir að vera aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar til tveggja ára. KR hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í ár en varð bikarmeistari í þriðja sinn undir stjórn Rúnars Kristinssonar.Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi leikmaður KR, hefur einnig verið ráðinn þjálfari 2. flokks og mun hann koma að starfi meistaraflokks. Halldór Árnason verður honum til aðstoðar og enn fremur yfirþjálfari yngri flokka.256 - Bjarni og Guðmundur eiga að baki samtals 256 leiki & 52 mörk (A-deild), 5 Íslandsmeistaratitla og 5 bikarmeistaratitla með KR. Legend.— KR Tölfræði (@KRstats) October 28, 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira