Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2014 15:00 Snorri fer framhjá Guðjóni Val á æfingu landsliðsins í gær. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur öðlast nýtt líf hjá liði sínu Sélestad í Frakklandi. Vegna meiðsla hjá Sélestad þarf Snorri Steinn að sinna öðruvísi hlutverki en Íslendingar hafa séð hann spila með landsliðinu undanfarin ár; hann þarf að skjóta mun meira. Snorri Steinn raðar nú inn mörkum í Frakklandi og er búinn að skora 57 mörk í sex leikjum eða 8,14 mörk í leik. Þá er hann með skotnýtingu upp á 61,9 prósent sem er ekki amalegt. Það var létt yfir Snorra á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort hann myndi nokkuð gefa boltann í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016 annað kvöld gegn Ísrael. „Nei, ég er alveg hættur því,“ svaraði hann og uppskar hlátrasköll í salnum. „En að öllu gamni slepptu þá er ég bara í öðruvísi hlutverki hjá mínu liði úti þannig ég býst ekki við að taka 15 skot á morgun. En ef ég skora 15 mörk úr 15 skotum þá verður það bara fínt,“ sagði Snorri. Hann sat einu sæti frá Guðjóni Val Sigurðssyni, fyrirliða Íslands, sem varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins í sumar og er þekktur fyrir það að raða inn mörkum í landsleikjum. „Ég er ekkert búinn að gefa það út að ég ætla að skora meira en Guðjón Valur eða neitt svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur öðlast nýtt líf hjá liði sínu Sélestad í Frakklandi. Vegna meiðsla hjá Sélestad þarf Snorri Steinn að sinna öðruvísi hlutverki en Íslendingar hafa séð hann spila með landsliðinu undanfarin ár; hann þarf að skjóta mun meira. Snorri Steinn raðar nú inn mörkum í Frakklandi og er búinn að skora 57 mörk í sex leikjum eða 8,14 mörk í leik. Þá er hann með skotnýtingu upp á 61,9 prósent sem er ekki amalegt. Það var létt yfir Snorra á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort hann myndi nokkuð gefa boltann í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016 annað kvöld gegn Ísrael. „Nei, ég er alveg hættur því,“ svaraði hann og uppskar hlátrasköll í salnum. „En að öllu gamni slepptu þá er ég bara í öðruvísi hlutverki hjá mínu liði úti þannig ég býst ekki við að taka 15 skot á morgun. En ef ég skora 15 mörk úr 15 skotum þá verður það bara fínt,“ sagði Snorri. Hann sat einu sæti frá Guðjóni Val Sigurðssyni, fyrirliða Íslands, sem varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins í sumar og er þekktur fyrir það að raða inn mörkum í landsleikjum. „Ég er ekkert búinn að gefa það út að ég ætla að skora meira en Guðjón Valur eða neitt svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15