Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. október 2014 14:15 Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu. Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu. Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd. Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu. Í erindinu segir einnig: „Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“ Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina. Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember. Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar. Tengdar fréttir Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22 Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50 Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13 Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44 Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu. Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd. Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu. Í erindinu segir einnig: „Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“ Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina. Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember. Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar.
Tengdar fréttir Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22 Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50 Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13 Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44 Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22
Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50
Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13
Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44
Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20