Gert að senda börnin sín til Bandaríkjanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 13:17 Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms. Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira