Innlent

Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009

Bjarki Ármannsson skrifar
Samantekt um aðgerðir lögreglu í búsáhaldarbyltingunni er nýútkomin.
Samantekt um aðgerðir lögreglu í búsáhaldarbyltingunni er nýútkomin. Vísir/Anton
Fram kemur í nýútkominni samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aðgerðir í búsáhaldarbyltingunni að í janúar 2009 hafi lögreglu borist tilkynning um að búið væri að smíða „einhvers konar eldvörpu með plexiglers varnarskyldi “ sem nota ætti gegn lögreglu við mótmæli á Austurvelli. Lögreglumönnum hafi verið gert að hafa þetta í huga.

Samkvæmt skýrslunni hafði almennur borgari samband við lögregluna og sagðist hafa heyrt á tali tveggja manna í Húsasmiðjunni í Grafarvogi að verið væri að prufa slíka græju í Breiðholtshverfi. Mennirnir tveir hafi ekki sjálfir staðið að smíðinni en að annar þeirra þekkti til þeirra sem það gerðu. Talið var að verslunarstjóri Húsasmiðjunnar gæti komið lögreglu á sporið um hverjir þessir menn væru.

Fjallað er nokkrum sinnum í skýrslunni um ýmis konar sprengiefni. Sagt er frá því að rörasprengja hafi fundist í Alþingisgarðinum á annan í jólum árið 2008, að heyrst hafi að mótmælendur væru mögulega með molotoff-sprengjur þann 20. janúar 2009 og að lögregla hafi verið grýtt með „heimatilbúnum sprengjum“ sama dag.

Þá er greint frá því að þann 23. janúar sama ár hafi lögregla veitt „alvarlegt tiltal“ manni sem var að sprengja þurríssprengjur á Austurvelli til þess að framkalla hávaða. Í kjölfarið er stuttlega útskýrt í skýrslunni hvernig slík sprengja er búin til.


Tengdar fréttir

Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð

Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×