Lífið

Kalla konur í yfirþyngd feitar konur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Verslunarkeðjan Walmart opnaði nýlega síðu með grímubúningum, þar á meðal grímubúningum fyrir konur í yfirþyngd, sem kallast á ensku „plus size“.

Walmart skírði þá síðu hins vegar „Fat Girl Costumes“ eða Búningar fyrir feitar stúlkur. 

Margir tóku eftir þessu og deildu á samfélagsmiðlunum. Krystyn Washburn ákvað að taka málin í sínar hendur og tísti til Walmart um að þessi flokkun væri hugsanlega ekki ákjósanleg.

Hún fékk svar frá keðjunni á innan við klukkustund en má telja líklegt að svarið sé staðlað.

„Athugasemdir þínar og uppástungur eru okkur mikilvægar og hjálpa til við að gera Walmart betra. Takk fyrir,“ stóð í svarinu.

Stuttu síðar var flokkurinn endurskírður Womens' Pluz og baðst Ravi Jariwala, talskona Walmart afsökunar á þessu.

„Þetta hefði aldrei átt að standa á síðunni. Þetta er óásættanlegt og við biðjumst afsökunar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.