Fyrrverandi leyniskytta nú fjölskyldufaðir í Kópavogi Edda Sif Pálsdóttir skrifar 27. október 2014 15:10 17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira