Lífið

Enn fleiri dæmi um óþolandi meðferð á íslensku

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ætli þessi hafi lesið "einhvað“?
Ætli þessi hafi lesið "einhvað“? Vísir / Getty
Vísi bárust fjölmargar athugasemdir og ábendingar í gærkvöldi um algengar málvillur eftir að greinin Óþolandi meðferð á íslensku birtist. Þar voru talin upp sex dæmi um slæma útreið á tungumálinu.

Lesendur voru hvattir til að deila með öðrum málvillum sem þeir hafa tekið sérstaklega mikið eftir. Því kalli var svarað og bárust margar ábendingar.

Hér eru vinsælustu og athyglisverðustu ábendingarnar sem bárust:

1. „Einhvað“ í staðinn fyrir „Eitthvað“

Það er ekki hættulegt að skrifa t. Heldur ekki í eitthvað.

2. „Það var sagt mér“ í staðinn fyrir „Mér var sagt“

Það hafa líklega allir fengið að heyra þetta – og fengið um leið illt í eyrun.

3. „Systkyni“ í staðinn fyrir „Systkini“

Margir eiga í vandræðum með hvar á að setja y og sumir nota það of oft. Til að taka af allan vafa þá er bara eitt y í systkini.

4. „Talva“ í staðinn fyrir „Tölva“

Fyrra orðið er einfaldlega ekki til.



5. „Leita af“ í staðinn fyrir „Leita að“

Það getur munað um hvern bókstaf.



6. „Fjörtíu“ í staðinn fyrir „Fjörutíu“

Það er hvorki fjörtíu né fjórtíu heldur fjörutíu.

Uppfært klukkan 14.14

Upphaflega var því haldið fram í greininni að rangt væri að segja augabrýr. Það er hinsvegar það sem augabrúnir voru kallaðar allt frá sextándu öld fram á þá nítjándu. Það er því í takt við góða íslensku að tala um augabrýr.


Tengdar fréttir

Óþolandi meðferð á íslensku

Með tilkomu internetsins eru margir á þeirri skoðun að tungumálið okkar, íslenskan, fái oftar en ekki slæma útreið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×