Fótbolti

Theodór Elmar skoraði í sigri Randers

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Theodór Elmar.
Theodór Elmar. mynd/randersfc.dk
Theodór Elmar Bjarnason skoraði fyrsta mark Randers í 3-0 sigri á OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ögmundur Kristinsson lék vel í marki Randers en landsliðsbakverðir Íslands fengu að kljást í leiknum þó hvorugur þeirra hafi leikið sem bakvörður í leiknum.

Ari Freyr Skúlason var á miðjunni hjá OB og Theodór Elmar lék á hægri kantinum þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu en þetta var fyrsta mark Randers í þremur leikjum. Allir Íslendingarnir léku allan leikinn.

Randers var 3-0 yfir í hálfleik og þar við sat.

Randers lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 21 stig í 12 leikjum, sjö stigum frá toppnum og einu stigi á undan Nordjælland sem á leik til góða. OB er í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×