Grjótið sem rigndi yfir lögreglu frá tíma Ingólfs Arnarsonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 09:45 Mikil mótmæli voru við Alþingishúsið þann 21. janúar 2009. Vísir/Vilhelm Unglingar sóttu sér grjót úr uppgreftri húss gegnt Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu síðdegis þann 21. janúar árið 2009. Þar var verið að grafa upp fornminjar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Geirs Jóns Þórissonar um skipulag lögreglu við mótmæli landsmanna frá 2008 til 2011. Alþingi hafði verið sett degi fyrr en upp úr sauð á Austurvelli við það tilefni. Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Alþingi. Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar voru á árlegum fundi í Hvalfirði á meðan á þingsetningu stóð. Taldi Stefán Eiríksson lögreglustjóri að nægur fjöldi stjórnenda væri á staðnum líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Þann 21. janúar sneru yfirmennirnir til Reykjavíkur árla morguns og farið var yfir átökin sem staðið höfðu yfir fram á nótt kvöldið áður. Stóðu lögreglumenn vaktina við þinghúsið frá klukkan 13. Þegar voru 40-50 manns berjandi á rúður þinghússins. Hálftíma síðar voru um 200 manns mættir og stuttu síðar 500.Mörg hundruð manns mættu til mótmælanna.Vísir/VilhelmGrjót frá landnámi tekið ófrjálsri hendi Yfirgáfu flestir mótmælendur Alþingishúsið upp úr klukkan 14 af tillitsemi við jarðarför sem var skipulögð í Dómkirkjunni klukkan 15. Héldu þeir í átt að Stjórnarráðinu þar sem barið var á rúður og ráðist að bifreið Geirs H. Haarde forsætisráðherra austan við húsið. Kallaði lögregla eftir skjótri aðstoð og allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn. „Var atgangur mótmælenda svo mikill að lögreglumenn urðu að taka upp kylfur og fara í viðbragðsstöðu. Ástandið var þarna mjög eldfimt og endaði með því að lögreglumenn urðu að beita afli svo forsætisráðherra og bifreið hans kæmust í burtu. Ljóst var á þessum tímapunkti að mótmæli dagsins ættu eftir að harðna og því farið í að ræsa út fleiri lögreglumenn, m.a. frá Suðurnesjum,“ segir í skýrslunni. Klukkan 15 var starfsfólk Stjórnarráðsins beðið um að yfirgefa húsið að austanverðu, einn og einn í einu. Rúður voru brotnar og fengu lögreglumenn í sig gler og annað sem mótmælendur köstuðu í þá. Skömmu fyrir klukkan 16 bárust fréttir af því að unglingar væru að sækja sér grjót úr uppgreftri húss á móti Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu. Var um að ræða grjót sem tilheyrði fornminjum húss eða húsa sem staðið höfðu þarna allt frá landnámi. Staðfesti fólkið sem vann að uppgreftrinum það við lögreglu. „Var því búist við að lögreglan ætti eftir að verða fyrir töluverðu grjótkasti af hendi mótmælenda. Rétt er að geta þess að mikið tjón varð á fornminjunum eftir að grjótið var tekið og reyndu þeir sem að greftrinum stóðu að leita að þessu grjóti næstu daga.“Lögreglan stóð í ströngu til kl. 3 um nóttina.Skaut á þinghúsið með litboltabyssu Á næstu klukkustundum reyndu mótmælendur að þrýsta á línu lögreglumanna framan við þinghúsið, köstuðu grjóti og flöskum í lögreglumenn og kveikt var í handblysum. Var um „kínverjum“ um tíma kastað í lögreglumenn en einn mótmælenda fékk gjallarhorn lánað hjá lögreglu og taldi félaga sína á að hætta því. Var brotist inn í ómerktan lögreglubíl og húfum stolið, eldur var endurtekið kveiktur á Austurvelli og þá skaut maður úr litboltabyssu á þinghúsið. Eftir stöðugt grjótkast við þinghúsið var gasmönnum gefin fyrirmæli um að gera sig klára. Grjótkastið jókst og var gerð önnur tilraun til að sækja grjót í uppgröftinn við Tjarnargötu en lögreglumenn komu í veg fyrir það. Átökin jukust fram á kvöld og stóð lögreglan í ströngu allt til klukkan 3 um nóttina þegar friðsamlegt var orðið í miðborginni. Sjö lögreglumenn slösuðust þetta kvöld og um nóttina. Fóru þeir allir á slysadeild en náðu sér allir að fullu eftir mislangan tíma. „Litlu mátti muna að ekki yrðu alvarlegri slys á lögreglumönnum, en sá hlífðarbúnaður sem þeir voru í og góðir hjálmar, komu í veg fyrir það,“ segir í skýrslunni.Vísir/AntonHeimsatburður er mótmælendur vörðu lögreglu Í kaflanum „Hvernig til tókst“ segir um 21. janúar 2009 að framganga lögreglu hafi verið í samræmi við það mikla ofbeldi sem beitt var af hálfu mótmælenda. Ljóst hafi verið að ekki máttu færri lögreglumenn koma að þessum mótmælum og á tímabili var lögreglan við það að verða undir, svo mikill hafi atgangurinn verið. „Sá stórmerki atburður gerðist hins vegar, að stór hópur mótmælenda við Stjórnarráðið, tók sig út úr hópnum og mynduðu varnarlínu fyrir framan lögreglulínuna og stöðvuðu þannig grjótkastið. Þetta kom öllum á óvart og má segja að hér hafi átt sér stað heimsatburður þar sem ekki er vitað þess að neitt erlent lögreglulið hafi upplifað neitt þessu líkt, í tengslum við mótmæli af þessum toga.“ Tengdar fréttir Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti. 25. október 2014 12:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Unglingar sóttu sér grjót úr uppgreftri húss gegnt Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu síðdegis þann 21. janúar árið 2009. Þar var verið að grafa upp fornminjar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Geirs Jóns Þórissonar um skipulag lögreglu við mótmæli landsmanna frá 2008 til 2011. Alþingi hafði verið sett degi fyrr en upp úr sauð á Austurvelli við það tilefni. Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Alþingi. Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar voru á árlegum fundi í Hvalfirði á meðan á þingsetningu stóð. Taldi Stefán Eiríksson lögreglustjóri að nægur fjöldi stjórnenda væri á staðnum líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Þann 21. janúar sneru yfirmennirnir til Reykjavíkur árla morguns og farið var yfir átökin sem staðið höfðu yfir fram á nótt kvöldið áður. Stóðu lögreglumenn vaktina við þinghúsið frá klukkan 13. Þegar voru 40-50 manns berjandi á rúður þinghússins. Hálftíma síðar voru um 200 manns mættir og stuttu síðar 500.Mörg hundruð manns mættu til mótmælanna.Vísir/VilhelmGrjót frá landnámi tekið ófrjálsri hendi Yfirgáfu flestir mótmælendur Alþingishúsið upp úr klukkan 14 af tillitsemi við jarðarför sem var skipulögð í Dómkirkjunni klukkan 15. Héldu þeir í átt að Stjórnarráðinu þar sem barið var á rúður og ráðist að bifreið Geirs H. Haarde forsætisráðherra austan við húsið. Kallaði lögregla eftir skjótri aðstoð og allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn. „Var atgangur mótmælenda svo mikill að lögreglumenn urðu að taka upp kylfur og fara í viðbragðsstöðu. Ástandið var þarna mjög eldfimt og endaði með því að lögreglumenn urðu að beita afli svo forsætisráðherra og bifreið hans kæmust í burtu. Ljóst var á þessum tímapunkti að mótmæli dagsins ættu eftir að harðna og því farið í að ræsa út fleiri lögreglumenn, m.a. frá Suðurnesjum,“ segir í skýrslunni. Klukkan 15 var starfsfólk Stjórnarráðsins beðið um að yfirgefa húsið að austanverðu, einn og einn í einu. Rúður voru brotnar og fengu lögreglumenn í sig gler og annað sem mótmælendur köstuðu í þá. Skömmu fyrir klukkan 16 bárust fréttir af því að unglingar væru að sækja sér grjót úr uppgreftri húss á móti Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu. Var um að ræða grjót sem tilheyrði fornminjum húss eða húsa sem staðið höfðu þarna allt frá landnámi. Staðfesti fólkið sem vann að uppgreftrinum það við lögreglu. „Var því búist við að lögreglan ætti eftir að verða fyrir töluverðu grjótkasti af hendi mótmælenda. Rétt er að geta þess að mikið tjón varð á fornminjunum eftir að grjótið var tekið og reyndu þeir sem að greftrinum stóðu að leita að þessu grjóti næstu daga.“Lögreglan stóð í ströngu til kl. 3 um nóttina.Skaut á þinghúsið með litboltabyssu Á næstu klukkustundum reyndu mótmælendur að þrýsta á línu lögreglumanna framan við þinghúsið, köstuðu grjóti og flöskum í lögreglumenn og kveikt var í handblysum. Var um „kínverjum“ um tíma kastað í lögreglumenn en einn mótmælenda fékk gjallarhorn lánað hjá lögreglu og taldi félaga sína á að hætta því. Var brotist inn í ómerktan lögreglubíl og húfum stolið, eldur var endurtekið kveiktur á Austurvelli og þá skaut maður úr litboltabyssu á þinghúsið. Eftir stöðugt grjótkast við þinghúsið var gasmönnum gefin fyrirmæli um að gera sig klára. Grjótkastið jókst og var gerð önnur tilraun til að sækja grjót í uppgröftinn við Tjarnargötu en lögreglumenn komu í veg fyrir það. Átökin jukust fram á kvöld og stóð lögreglan í ströngu allt til klukkan 3 um nóttina þegar friðsamlegt var orðið í miðborginni. Sjö lögreglumenn slösuðust þetta kvöld og um nóttina. Fóru þeir allir á slysadeild en náðu sér allir að fullu eftir mislangan tíma. „Litlu mátti muna að ekki yrðu alvarlegri slys á lögreglumönnum, en sá hlífðarbúnaður sem þeir voru í og góðir hjálmar, komu í veg fyrir það,“ segir í skýrslunni.Vísir/AntonHeimsatburður er mótmælendur vörðu lögreglu Í kaflanum „Hvernig til tókst“ segir um 21. janúar 2009 að framganga lögreglu hafi verið í samræmi við það mikla ofbeldi sem beitt var af hálfu mótmælenda. Ljóst hafi verið að ekki máttu færri lögreglumenn koma að þessum mótmælum og á tímabili var lögreglan við það að verða undir, svo mikill hafi atgangurinn verið. „Sá stórmerki atburður gerðist hins vegar, að stór hópur mótmælenda við Stjórnarráðið, tók sig út úr hópnum og mynduðu varnarlínu fyrir framan lögreglulínuna og stöðvuðu þannig grjótkastið. Þetta kom öllum á óvart og má segja að hér hafi átt sér stað heimsatburður þar sem ekki er vitað þess að neitt erlent lögreglulið hafi upplifað neitt þessu líkt, í tengslum við mótmæli af þessum toga.“
Tengdar fréttir Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti. 25. október 2014 12:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti. 25. október 2014 12:52