Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2014 18:56 Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira