Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Hjörtur Hjartarson skrifar 25. október 2014 12:45 Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira