Innlent

Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikil umræða hefur skapast um vopnabúr lögreglunnar og hefur nú verið efnt til mótmæla.
Mikil umræða hefur skapast um vopnabúr lögreglunnar og hefur nú verið efnt til mótmæla. Vísir/Getty
Í dag klukkan 17 fara fram mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu „gegn vopnun lögreglu“ eins og segir um mótmælin á Facebook-síðu þeirra. Eru mótmælendur hvattir til að mæta með vatnsbyssur á viðburðinn.

Á Facebook-síðu mótmælanna segir:

„Þeim sem vilja taka þátt er boðið í mótmæli vegna undirferlis ríkisvalds og vopnun allrar lögreglu sem fá Glock 17 og MP5 gegn borgurum þessa lands.

Þennan dag ætlum við að mæta fyrir utan Lögreglustöðina á Hverfisgötu vopnuð vatnsblöðrum, sápukúlum og vatnsbyssum af ýmsum stærðum og gerðum. Endilega mætið með sem kraftmestar byssur svo við getum dritað almennilega á þá!“

Nánari upplýsingar um mótmælin má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×