Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 14:48 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira