Leggur baráttunni gegn ebólu lið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 13:28 Hjalti Parelíus listamaður ákvað að gefa ágóðann af verkinu Dóttir regnbogans til neyðarsöfnunar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gegn útbreiðslu ebólu. UNICEF hóf neyðarsöfnun gegn útbreiðslu ebóluveirunnar snemma í síðustu viku og segir Hjalti hafa séð sig knúinn til að leggja sitt af mörkum. Við séum öll af sömu plánetunni. „Ástæða þess að mig langar að leggja Unicef lið er hreinlega sú að mig langar að hjálpa á þann hátt sem ég get. Við verðum að hætta að hugsa um okkur í dálkum, og þegar ég tala um dálka á ég við um þjóðerni og trúfélög. Ef fólk færi að hugsa að við séum af sömu plánetunni með sömu hagsmuni í huga yrði heimurinn kanski að betri stað fyrir marga. Ég lít jú á mig sem Íslending en fyrst og fremst er ég jarðarbúi og mennskur. Og þannig horfi ég á fólk í kringum mig,“ segir Hjalti en verk hans má sjá í Reykjavík Modern Art Gallery á Skúlagötu 32 til 34. Hann segist hafa tekið eftir hröðum viðbrögðum UNICEF við ebólufaraldrinum og viljað leggja baráttunni lið með þeim hættu sem hann gæti.Dóttir regnbogans.„Það skiptir mig engu máli hvort þú ert Íslendingur, Japani eða frá Síerra Leóne, ég finn sömu samkennd því við erum af sama kyni. Því tel ég það mína mannlegu skyldu að hjálpa. Og ég sé að starf UNICEF skiptir miklu máli og þau hafa brugðist hratt við neyðinni sem hefur skapast vegna ebólufaraldursins og því vildi ég leggja þeim lið.“ Ebóluveiran hefur orðið 4.877 manns að bana samkvæmt tölum frá 19. október og eru staðfest tilfelli orðin 9.935. Á fimmtudagskvöldið bárust fréttir af fyrsta tilfellinu í Malí sem er nú sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebóla kemur upp. Sömuleiðis er búið að staðfesta að bandarískur læknir sem var við störf í Gíneu hafi smitast, hann fær nú meðferð í New York. „Við erum mjög ánægð með þetta góða fordæmi og spennandi framlag Hjalta til UNICEF. Það er gaman að sjá fólk beita nýjum aðferðum og fara nýjar leiðir við að leggja okkur lið og fyrir það erum við afar þakklát. Ebólufaraldurinn breiðist hratt út og það þarf samstill átak allra til þess að stöðva megi útbreiðslu hans,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að leggja neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu lið með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 krónur) og styðja þannig við neyðarhjálp UNICEF. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Hjalti Parelíus listamaður ákvað að gefa ágóðann af verkinu Dóttir regnbogans til neyðarsöfnunar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gegn útbreiðslu ebólu. UNICEF hóf neyðarsöfnun gegn útbreiðslu ebóluveirunnar snemma í síðustu viku og segir Hjalti hafa séð sig knúinn til að leggja sitt af mörkum. Við séum öll af sömu plánetunni. „Ástæða þess að mig langar að leggja Unicef lið er hreinlega sú að mig langar að hjálpa á þann hátt sem ég get. Við verðum að hætta að hugsa um okkur í dálkum, og þegar ég tala um dálka á ég við um þjóðerni og trúfélög. Ef fólk færi að hugsa að við séum af sömu plánetunni með sömu hagsmuni í huga yrði heimurinn kanski að betri stað fyrir marga. Ég lít jú á mig sem Íslending en fyrst og fremst er ég jarðarbúi og mennskur. Og þannig horfi ég á fólk í kringum mig,“ segir Hjalti en verk hans má sjá í Reykjavík Modern Art Gallery á Skúlagötu 32 til 34. Hann segist hafa tekið eftir hröðum viðbrögðum UNICEF við ebólufaraldrinum og viljað leggja baráttunni lið með þeim hættu sem hann gæti.Dóttir regnbogans.„Það skiptir mig engu máli hvort þú ert Íslendingur, Japani eða frá Síerra Leóne, ég finn sömu samkennd því við erum af sama kyni. Því tel ég það mína mannlegu skyldu að hjálpa. Og ég sé að starf UNICEF skiptir miklu máli og þau hafa brugðist hratt við neyðinni sem hefur skapast vegna ebólufaraldursins og því vildi ég leggja þeim lið.“ Ebóluveiran hefur orðið 4.877 manns að bana samkvæmt tölum frá 19. október og eru staðfest tilfelli orðin 9.935. Á fimmtudagskvöldið bárust fréttir af fyrsta tilfellinu í Malí sem er nú sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebóla kemur upp. Sömuleiðis er búið að staðfesta að bandarískur læknir sem var við störf í Gíneu hafi smitast, hann fær nú meðferð í New York. „Við erum mjög ánægð með þetta góða fordæmi og spennandi framlag Hjalta til UNICEF. Það er gaman að sjá fólk beita nýjum aðferðum og fara nýjar leiðir við að leggja okkur lið og fyrir það erum við afar þakklát. Ebólufaraldurinn breiðist hratt út og það þarf samstill átak allra til þess að stöðva megi útbreiðslu hans,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að leggja neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu lið með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 krónur) og styðja þannig við neyðarhjálp UNICEF.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira