FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið.
Á síðunni FH-ingar.net er staðfest að Finnur Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning við Hafnarfjarðarfélagið.
Finnur Orri kemur til FH frá Blikum þar sem hann hefur verið fyrirliði og í lykilhlutverki undanfarin ár.
Þrátt fyrir ungan aldur er hann búinn að spila 163 leiki í meistaraflokki.
