Innlent

Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á myndbandinu sést þegar bíllinn fer á hvolf.
Á myndbandinu sést þegar bíllinn fer á hvolf.
Eigendur Höfðatorgs fóru fram á að það við umsjónarmann fasteignarinnar að hann tæki úr birtingu myndband úr öryggismyndavélum í bílakjallara hússins sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima síðustu tvo daga. Myndbandið sýndi ökumann velta bíl sínum í tilraun sinni til að komast í gegnum öryggishlið við inngang kjallarans.

Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sagði í viðtali við Vísi á miðvikudag að starfsmenn hefðu fengið margar áskoranir um að birta myndbandið. Það hefði verið gert í kjölfar samtals við tryggingastjóra. „Við vildum ekki birta þetta fyrr, en fannst þetta nú þannig myndband að það almenningur þyrfti að sjá það,“ sagði hann.

Þegar myndbandið var tekið úr birtingu var það komið með vel yfir hálfa milljón áhorfa. Fá íslensk myndbönd hafa náð viðlíka árangri á jafn skömmum tíma og Höfðatorgs-myndbandið. Myndbandið er enn í dreifingu þó að upphaflega myndbandið sem Albert birti sé komið úr birtingu þar sem fjöldi aðila hafa halað því niður og upp aftur undir eigin nafni. 

Turninn er í eigu félagsins Fast-1. Ekki náðist í forsvarsmenn þess við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×