Heilsa

Intersex

sigga dögg kynfræðingur skrifar
Oprah Winfrey fjallar um málefni intersex í eftirfarandi þáttum.
Oprah Winfrey fjallar um málefni intersex í eftirfarandi þáttum. Mynd/Getty
Á Hinsegin Dögum í ár var vakin athygli á málefnum þeirra sem eru intersex í kjölfar stofnun samtaka intersex einstaklinga á Íslandi.

Í greininni frá Reykjavík Pride tímaritinu er hún útskýrð á eftirfarandi hátt:

Hvað er intersex?

Intersex er regnhlífarhugtak sem nær yfir alla þá einstaklinga sem fæðast utan hinnar hefðbundnu skiptingar í karl- og kvenkyn. Það er bæði notað um fólk sem er útlitslega öðruvísi en „venjulegar“ konur og karlar, aðallega með tilliti til kynfæra, sem og fólk sem er með öðruvísi kynlitningasamsetningu en talið er venjulegt án þess að það sjáist endilega á útliti þess. Þá er um að ræða karla sem ekki eru með XY-litninga og konur sem ekki eru með XX-litninga, heldur fólk með til dæmis XO-litninga, XXX, XXY, XYY og svo framvegis.

Intersex-hugtakið er mjög vítt og nær yfir margs konar ólíkar greiningar. Intersex-ástand er greint á tvennan hátt. Stundum sést að útlit ytri kynfæra samsvarar ekki venjulegum kynfærum karla eða kvenna. Hins vegar, og það er mun algengara, kemur intersex-ástand í ljós með kynlitningagreiningu, til dæmis þegar fólk leitar til læknis vegna ófrjósemi. Fólk með óræð ytri kynfæri er því bara hluti af þeim margbreytilega hópi sem er intersex. 

Oprah Winfrey spjallaði við nokkra intersex einstaklinga og deildu þeir með henni sögu sinni.





Ef þig langar að fræðast meira þá er heimildarmyndin Intersexion sem var sýnd á Hinsegin dögum 2014 alveg frábær.

Til að kynnast starfsemi intersex félagsins er hægt að senda þeim tölvupóst intersex hjá samtokin78.is


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.