Gera grín að tónlistarmyndbandi í drullusvaði Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2014 10:42 „Þetta var algjört „surprise“. Við vissum ekkert að þetta myndband væri í vinnslu. Við vorum gjörsamlega „blown away“ þegar við sáum það,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Hljómsveitin hefur sent frá sér nýtt myndband sem heitir Dirt Water og er kynningarmyndband fyrir tónleika þeirra á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram 5. til 9. nóvember. Myndbandið er skopstæling af myndbandi sveitarinnar við lagið Dark Water en óalgengt er að hljómsveitir leggi svo mikinn metnað í að kynna tónleika sína á hátíðinni. Myndbandinu er leikstýrt af Bowen Staines sem hefur leikstýrt fjölmörgum myndböndum fyrir íslenska listamenn. Leikarar í myndbandinu eru Esther Þorvaldsdóttir og Sumarliði V Snæland Ingimarsson. „Bowen Staines er mikill Íslandsvinur og hann, Esther og Sumarliði voru á Mýrarboltanum í ár þar sem við vorum að spila. Þau fengu greinilega einhvern innblástur þar og tóku upp þetta myndband. Við höfðum ekki hugmynd um það og sáum það fyrst í síðustu viku. Þetta var gjöf frá þeim,“ segir Arnór. Agent Fresco spilar á fernum tónleikum á Iceland Airwaves; í Gamla Bíói 5. nóvember, á Gauknum 7. nóvember og í Bláa Lóninu og á Marina Hotel þann 8. nóvember. Tónleikarnir í Gamla bíói verða þó aðeins frábrugðnir hinum. „Þar ætlum við bara að spila efni sem ekki hefur verið gefið út. Hinir þrír verða bland í poka,“ segir Arnór en sveitin hefur síðustu mánuði verið að vinna í nýrri plötu. „Þetta er búið að vera þannig ferli að allt sem hefur getað farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis. Samt sem áður er þetta búið að vera ótrúlega spennandi tímabil sem við lærum vonandi af. Það lenda allir í þessu einhvern tímann. En við hlökkum mikið til að spila á Airwaves. Ég held að það verði þægileg leið til að fá smá útrás og spila lögin eins og þau eru á nýju plötunni,“ segir Arnór. Aðdáendur sveitarinnar þurfa þó ekki að bíða þangað til í nóvember með að hlýða á tóna sveitarinnar því hún treður upp á Húrra á laugardagskvöldið ásamt Fufanu og Ceasetone. „Þetta er fyrsta „headline show“-ið okkar í ár. Við erum ekki búnir að spila mjög lengi og ætlum að spila mörg ný lög sem við höfum ekki spilað áður.“ Hér fyrir neðan má sjá myndband Agent Fresco við Dark Water: Airwaves Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta var algjört „surprise“. Við vissum ekkert að þetta myndband væri í vinnslu. Við vorum gjörsamlega „blown away“ þegar við sáum það,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Hljómsveitin hefur sent frá sér nýtt myndband sem heitir Dirt Water og er kynningarmyndband fyrir tónleika þeirra á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram 5. til 9. nóvember. Myndbandið er skopstæling af myndbandi sveitarinnar við lagið Dark Water en óalgengt er að hljómsveitir leggi svo mikinn metnað í að kynna tónleika sína á hátíðinni. Myndbandinu er leikstýrt af Bowen Staines sem hefur leikstýrt fjölmörgum myndböndum fyrir íslenska listamenn. Leikarar í myndbandinu eru Esther Þorvaldsdóttir og Sumarliði V Snæland Ingimarsson. „Bowen Staines er mikill Íslandsvinur og hann, Esther og Sumarliði voru á Mýrarboltanum í ár þar sem við vorum að spila. Þau fengu greinilega einhvern innblástur þar og tóku upp þetta myndband. Við höfðum ekki hugmynd um það og sáum það fyrst í síðustu viku. Þetta var gjöf frá þeim,“ segir Arnór. Agent Fresco spilar á fernum tónleikum á Iceland Airwaves; í Gamla Bíói 5. nóvember, á Gauknum 7. nóvember og í Bláa Lóninu og á Marina Hotel þann 8. nóvember. Tónleikarnir í Gamla bíói verða þó aðeins frábrugðnir hinum. „Þar ætlum við bara að spila efni sem ekki hefur verið gefið út. Hinir þrír verða bland í poka,“ segir Arnór en sveitin hefur síðustu mánuði verið að vinna í nýrri plötu. „Þetta er búið að vera þannig ferli að allt sem hefur getað farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis. Samt sem áður er þetta búið að vera ótrúlega spennandi tímabil sem við lærum vonandi af. Það lenda allir í þessu einhvern tímann. En við hlökkum mikið til að spila á Airwaves. Ég held að það verði þægileg leið til að fá smá útrás og spila lögin eins og þau eru á nýju plötunni,“ segir Arnór. Aðdáendur sveitarinnar þurfa þó ekki að bíða þangað til í nóvember með að hlýða á tóna sveitarinnar því hún treður upp á Húrra á laugardagskvöldið ásamt Fufanu og Ceasetone. „Þetta er fyrsta „headline show“-ið okkar í ár. Við erum ekki búnir að spila mjög lengi og ætlum að spila mörg ný lög sem við höfum ekki spilað áður.“ Hér fyrir neðan má sjá myndband Agent Fresco við Dark Water:
Airwaves Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira