Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00